Byssumaðurinn sem réðst inn í varnarmálaráðuneyti Eistlands í Tallin nú síðdegis er látinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll maðurinn fyrir eigin hendi.
Lögregla rýmdi bygginguna og girti af svæðið í kringum ráðuneytið eftir að tilkynnt var um að skothvellir heyrðust frá ráðuneytinu. Afar misvísandi fréttir hafa borist af árásinni. Einhverjir fjölmiðar hafa greint frá því að hann hafi tekið starfsmenn ráðuneytisins í gíslingu og að einhverjir hefðu særst.
Í frétt AFP kemur fram að byssumaðurinn hafi tekið tvo starfsmenn ráðuneytisins í gíslingu en þeir hafi sloppið heilir á höldnu. Hefur AFP eftir lögreglu í Tallin að byssumaðurinn hafi komið fyrir sprengju og skotið nokkrum skotum í sendiráðinu.
Varnarmálaráðherrann var ekki í ráðuneytinu er árásin var gerð.