Danir verða áfram í Líbíu

Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur.
Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur. Reuters

Dan­ir hafa ákveðið að taka áfram þátt í hernaðaraðgerðum NATO í Líb­íu næstu þrjá mánuðina. Að auki hafa Dan­ir veitt heim­ild fyr­ir því að líb­íska þjóðarráðið sendi er­ind­reka sína til Kaup­manna­hafn­ar sem full­trúa þjóðar­inn­ar.

Dan­ir hafa verið með sex F-26 orr­ustuþotur í Líb­íu og munu þær verða þar áfram. Þver­póli­tísk­ur hóp­ur, sem fer með mál­efni Dan­merk­ur gagn­vart Líb­íu, samþykkt þetta ein­róma í morg­un, að sögn Lene Es­per­sen, ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins.

Es­per­sen seg­ir að þátt­taka Dana í aðgerðum NATO stuðli að mögu­leik­um Líb­íu til að verða  frjálst lýðræðis­ríki. „Við verðum að halda áfram að þrýsta á Gaddafi,“ sagði Es­per­sen og bætti við að þróun und­an­far­inna mánaða kallaði á end­ur­skoðun á aðgerðum, en gaf ekki upp hvað í því fæl­ist.

„Við höld­um áfram hernaðarleg­um og póli­tísk­um þrýst­ingi,“ seg­ir Es­per­sen.

Enn eru tveir sendi­ráðsfull­trú­ar Líb­íu í Dan­mörku, en danska rík­is­stjórn­in hef­ur lýst þá „óæski­lega í land­inu“ eða "per­sona non grata".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert