Danir hafa ákveðið að taka áfram þátt í hernaðaraðgerðum NATO í Líbíu næstu þrjá mánuðina. Að auki hafa Danir veitt heimild fyrir því að líbíska þjóðarráðið sendi erindreka sína til Kaupmannahafnar sem fulltrúa þjóðarinnar.
Danir hafa verið með sex F-26 orrustuþotur í Líbíu og munu þær verða þar áfram. Þverpólitískur hópur, sem fer með málefni Danmerkur gagnvart Líbíu, samþykkt þetta einróma í morgun, að sögn Lene Espersen, utanríkisráðherra landsins.
Espersen segir að þátttaka Dana í aðgerðum NATO stuðli að möguleikum Líbíu til að verða frjálst lýðræðisríki. „Við verðum að halda áfram að þrýsta á Gaddafi,“ sagði Espersen og bætti við að þróun undanfarinna mánaða kallaði á endurskoðun á aðgerðum, en gaf ekki upp hvað í því fælist.
„Við höldum áfram hernaðarlegum og pólitískum þrýstingi,“ segir Espersen.
Enn eru tveir sendiráðsfulltrúar Líbíu í Danmörku, en danska ríkisstjórnin hefur lýst þá „óæskilega í landinu“ eða "persona non grata".