Ellilífeyrisþegi kærður fyrir veggjakrot

Charles Ignatius Wesley.
Charles Ignatius Wesley.

71 árs gamall maður hefur verið handtekinn á Flórída í Bandaríkjunum fyrir veggjakrot. Maðurinn sagði þegar hann kom fyrir dómara að hann hefði ekki efni á lögfræðingi, en saksóknari segir ljóst að hann hafi haft efni á að kaupa spreybrúsa.

Charles Ignatius Wesley er grunaður um að hafa krotað „taggið“ SLA á hundruð símaklefa í Pinellas-sýslu í Flórída á síðustu fimm árum. Lögregla taldi hugsanlegt að þessir stafir væru skammstöfun fyrir „Symbionese Liberation Army“sem er róttæk hreyfing á vinstrikantinum sem öðlaðist frægð fyrir 40 árum þegar hún rændi Patty Hearst, dóttur blaðakóngsins Randolphs Hearst.

Nú er hins vegar komið í ljós að SLA stendur fyrir „Sane, Liberated Americans“, sem er stjórnmálaflokkur, en í honum er sem stendur aðeins einn maður, Charles Wesley.

Wesley telur að flokkurinn muni taka yfir stjórn Bandaríkjanna þegar efnahagslíf landsins er endanlega hrunið. Þess vegna hefur hann farið út á nóttunni á hjólaskautum með spreybrúsa í hendi til að breiða út boðskapinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert