Leyfa fleiri landtökuhús

Frá landnemabyggðum Ísraela í Palestínu
Frá landnemabyggðum Ísraela í Palestínu Reuters

Eli Yishai, innanríkisráðherra Ísraels, hefur heimilað byggingu 1.600 nýrra heimila fyrir landtökumenn í austurhluta Jerúsalem. Þá verður líklega gefið leyfi fyrir 2.700 heimilum til viðbótar á næstu dögum.

Hefur byggðin í Ramat Shlomo þar sem á að byggja 1.600 heimili valdið togstreitu á milli stjórnvalda í Ísrael og í Bandaríkjunum. Fyrst var tilkynnt um þessar fyrirætlanir í mars í fyrra þegar Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, var í opinberri heimsókn til að ræða við leiðtoga Ísraela og Palestínumanna til þess að finna nýja fleti á friðarumleitunum. Vakti tímasetning tilkynningarinnar reiði stjórnvalda í Washington.

Nú segir talsmaður innanríkisráðherrans hins vegar að efnahagslegar ástæður liggi að baki ákvörðunarinnar en ekki pólitískar. Hún tengist mótmælum gegn háu fasteignaverði og framfærslukostnaði sem farið hafa fram í landinu undanfarnar vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert