Lögreglan viðurkennir mistök

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, segir að lögregla hafi viðurkennt að hafa gert mistök er óeirðirnar brutust út.

Cameron ávarpaði breska þingið í dag en í fyrsta skipti síðan árið 2002 var þingið kallað saman úr sumarleyfi vegna óeirðanna.

Forsætisráðherrann segir að gripið verði til ýmissa aðgerða til þess að bæta þeim sem hafa orðið fyrir eignaspjöllum tjónið.

Að sögn Cameron tengjast óeirðirnar ekki stjórnmálum heldur séu þær ekkert annað en verk glæpamanna. Hins vegar voru allt of fáir lögreglumenn á götum úti. 

Bann verður lagt við notkun á andlitsgrímum og kannað verði hvort setja á útgöngubann. Yfir 1.300 einstaklingar hafa verið handteknir frá því óeirðirnar brutust út á laugardagskvöldið í Tottenham-hverfinu í Lundúnum.

Á sama tíma hefur fjöldi fólks komið saman í Birmingham þar sem þrír ungir menn voru myrtir í borginni í fyrrakvöld í tengslum við óeirðirnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert