Talið að 168 börn séu látin

Predator flugvél á sveimi yfir vígvöllum.
Predator flugvél á sveimi yfir vígvöllum. Reuters

Sam­kvæmt niður­stöðum sjálf­stæðrar rann­sókn­ar á veg­um Stofn­un­ar rann­sókn­ar­blaðamanna í Lund­ún­um sem birt var ný­verið, hafa 168 börn lát­ist í loft­árás­um ómannaðra flug­véla í Pak­ist­an. Loft­árás­un­um var ætlað að granda skot­mörk­um sem til­heyra liðsmönn­um talíbana og al-Kaída þar í landi.

Í loft­árás­un­um er einkum um að ræða hinar svo­nefndu Predator-flug­vél­ar en þær eru ómannaðar og þeim fjar­stýrt af mönn­um inn­an Banda­ríkja­hers og banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar CIA.

Segja rann­sak­end­ur m.a. að 291 loft­árás með slík­um flug­vél­um hafi átt sér stað í Pak­ist­an frá ár­inu 2004. Talið er að í embætt­istíð Baracks Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, hafi ein loft­árás verið fram­kvæmd fjórða hvern dag.   

Segja rann­sak­end­ur að flest­ir hinna látnu, sem telj­ast á bil­inu 2.292 til 2.863 ein­stak­ling­ar, hafi verið lágtsett­ir liðsmenn. Ein­ung­is hafa þó 126 þeirra verið nafn­greind­ir op­in­ber­lega.

Að sögn búa rann­sak­end­ur yfir ör­ugg­um heim­ild­um þess efn­is að a.m.k. 385 óbreytt­ir borg­ar­ar hafi fallið en grun­ur leik­ur á að sú tala gæti verið nærri 775. Af þeim eru á bil­inu 164 til 168 börn.

Yf­ir­völd í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um hafa neitað svo hárri tölu fall­inna borg­ara og hafa ít­rekað sagt að loft­árás­ir sem fram­kvæmd­ar eru með Predator-flug­vél­um séu nauðsyn­leg­ar í bar­átt­unni við al-Kaída og talíbana.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert