Átakanlegt viðtal við móður óeirðaseggs

ANDREW WINNING

Móðir unglingsstelpu, sem sökuð er um að hafa tekið þátt óeirðunum í Lundúnum, hefur hvatt aðra foreldra til að tilkynna lögreglunni ef þau  grunar að börn sín taki þátt í óeirðunum. Þetta kemur fram í átakanlegu viðtali á fréttavef Sky News.

Unglingsstúlkan sem heitir Chelsea Ives, er sökuð um að hafa tekið þátt í tveim ránum og ráðist á lögreglubíl, en hún hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan á miðvikudaginn. 

Ives, sem er 18 ára, hefur verið lýst sem hæfileikaríkri íþróttakonu og hefur gegnt embætti æskulýðssendiherra fyrir Waltham Forest-bæjarstjórnina í austurhluta Lundúnum.

Móðir Ives var gráti nær þegar hún útskýrði fyrir Sky News að hún hafi gert það sem hún héldi að væri rétt. 

„Ég elska dóttur mína og aðrir foreldrar sem elska börnin sín ættu að finna hugrekkið til að gera það sem við höfum gert,"segir móðirin og bætir við að það sé skylda hennar sem foreldris.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert