„Hættið að kaupa orku frá Sýrlandi. Hættið að selja vopn til Sýrlands,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar hún hvatti þjóðir heims til að hætta að kaupa olíu frá Sýrlandi.
Clinton sagði meðal annars að ef þessum þáttum yrði framfylgt myndi forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, hrökklast frá völdum.
Ennfremur hvatti hún þau lönd, sem enn kaupa sýrlenska olíu og gas, og þau lönd sem enn senda Assad vopn til að hætta því hið fyrsta. Hún sagði að með því væru þau að veita Assad byr undir báða vængi, með því að veita honum pólitíska og efnahagsleg aðstoð.
Réttindahópar segja að að minnsta kosti 1.700 óbreyttir borgarar hafi látist í blóðugum hernaðaraðgerðum í kjölfar mótmæla gegn forsetanum sem hófust í mars síðastliðnum. Jafnfram segja þeir aðgerðirnar hafa magnast eftir að Ramadan hófst fyrir tæpum tveim vikum.
Aðgerðasinnar segja sýrlenska heraflann hafa drepið á annan tug mótmælanda á föstudaginn. Stjórnvöld í Sýrlandi kenna vopnuðum hópum um ofbeldið og segja að þeir hafa drepið um 500 hermenn og lögreglumenn.
Clinton birtist á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Noregs í dag þar sem hún lét þessi orð falla og hvatti forsetann til að fara frá völdum.
Að lokum sagði Clinton: „Assad, forseti Sýrlands, hefur misst umboð sitt (lögmæti) til þess að leiða Sýrland. það er augljóst að Sýrland væri betur sett án hans."
Assad, sem er mjög venslaður inn í olíuveldið á Sýrlandi býr svo vel að geta haft áhrif á helstu gjaldmiðla heims, en Sýrlendingarr framleiða um 38.000 olíutunnur á dag.