Vill að Rússar taki upp evruna

Auðkýfingurinn Mikhail Prokhorov.
Auðkýfingurinn Mikhail Prokhorov. AP

Rúss­neski auðkýf­ing­ur­inn, Mik­hail Prok­horov, vill að Rúss­ar leggi niður rúss­nesku rúbluna og taki upp evru í staðinn. Rúss­nesk stjórn­völd ættu að gleyma hug­mynd­um um að rúbl­an gæti orðið að alþjóðleg­um gjald­miðli sem ríki fjár­festu í til þess að eiga í gjald­eyr­is­vara­sjóðum sín­um. Þetta kem­ur fram á frétt­asíðu Moskow Times í dag.

Prok­horov, sem ákveðið hef­ur að taka þátt í rúss­nesk­um stjórn­mál­um með stofn­un hægris­innaðs stjórn­mála­flokks og hef­ur lýst áhuga sín­um á að verða for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands, seg­ist vilja sjá „stærri Evr­ópu“ sem teygði sig frá Lissa­bon, höfuðborg Portú­gals, til Vla­di­vostok aust­ast í Síberíu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert