„Enga samkynhneigða í herinn"

Michele Bachmann
Michele Bachmann Reuters

Banda­ríski full­trú­ar­deild­arþingmaður­inn Michele Bachmann seg­ir að hún myndi end­ur­vekja bann við því að sam­kyn­hneigðir geti gerst her­menn í banda­ríska hern­um.

Bachmann sæk­ist eft­ir því að vera fram­bjóðandi re­públi­kana í for­seta­kosn­ing­un­um á næsta ári og fékk flest at­kvæði í könn­un flokks­ins í Iowa í gær.

For­seti Banda­ríkj­anna, Barack Obama, hef­ur staðfest lög um að sam­kyn­hneigðir geti starfað í hern­um án þess að þurfa að leyna kyn­hneigð sinni. Taka lög­in gildi hinn 20. sept­em­ber nk. Síðastliðin átján ár hef­ur sú regla gilt að sam­kyn­hneigðir geti verið í hern­um leyni þeir kyn­hneigð sinni - svo­kölluð „Ekki spyrja, ekki svara"-stefna.

Bachmann, sem telst til tehreyf­ing­ar­inn­ar svo­nefndu, er hins veg­ar á önd­verðri skoðun. Hún seg­ir í viðtali við CNN-sjón­varps­stöðina í dag að ef hún verði kjör­inn for­seti þá muni hún breyta lög­un­um í fyrra horf. Sú regla hafi virkað vel og eng­in ástæða sé til að breyta henni. Hún tek­ur þó fram að hún myndi samt leita ráða hjá yf­ir­mönn­um hers­ins. 

Bachmann hef­ur reitt marga sam­kyn­hneigða til reiði í gegn­um tíðina en eig­inmaður henn­ar, sem rek­ur kristi­legt ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki, býður upp á nám­skeið þar sem fólk er „af­hommað".

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert