Útiloka ekki lengur skuldabandalag

Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt.

Þýsk stjórnvöld útiloka ekki lengur þann möguleika að gefin verði út sameiginleg skuldabréf evruríkja og að Evrópusambandinu verði þannig formlega breytt í skuldabandalag. Reuters-fréttaveitan greinir frá þessu í dag og vitnar í frétt þýska dagblaðsins Welt am Sonntag.

Blaðið, sem stendur nærri kristilegum demókrötum sem fara fyrir ríkisstjórn Þýskalands, fullyrðir að rætt sé alvarlega um þennan möguleika ásamt fleirum innan þýsku stjórnarinnar þó því sé enn neitað út á við af ráðherrum hennar. Litið sé á skuldabandalag sem síðasta úrræði til þess að bjarga evrunni. 

Haft er eftir heimildarmanni innan úr stjórnarráði Þýskalands að það sé algert forgangsmál að viðhalda evrusvæðinu með öllum aðildarríkjum þess. „Án slíkra sameiginlegra skuldabréfa kann að vera of seint að bjarga evrusvæðinu,“ er haft eftir honum og ennfremur að bráðum yrði ekki lengur hægt að reyna að bjarga evruríkjum í vanda með björgunarpökkum upp á marga milljarði evra.

Frétt Reuters

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert