Farinn að nota Scud-eldflaugar

Scud-B eldflaugar.
Scud-B eldflaugar.

Líbíski herinn virðist hafa skotið Scud eldflaug að búðum uppreisnarmanna í landinu. Breska blaðið Daily Telegraph segir frá þessu í frétt og segir að bandarískt herskip á Miðjarðarhafi hafi séð slíka eldflaug á lofti.

Scud eldflaugarnar eru langdrægar, en hægt er að skjóta þeim um 200 mílna leið. Talið er að Líbíustjórn hafi aðgang að um 100 slíkum flaugum. Gaddafi hafði fallist á að eyða þeim gegn því að viðskiptabanni á landið yrði aflétt. Ekki var hins vegar búið að eyða þeim vegna ágreinings um hvernig ætti að útfæra samkomulagið. 

Eldflaugunum var skotið á stöðvar uppreisnarmann í grennd við bæinn Ajdabiyah, en barist hefur verið um hann síðustu daga. Eldflaugin missti hins vegar marks, en talið er að flaugin, sem skotið var á loft á sunnudaginn, hafi sprungið í eyðimörkinni.

Telegraph segir að þetta nýjasta útspil Gaddafi bendir til að hann sé orðinn örvæntingarfullur og reyni núna allt til að halda völdum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert