Gruna Pakistana um græsku

Þyrla af gerðinni Black Hawk.
Þyrla af gerðinni Black Hawk.

Líklegt þykir að Pakistanar hafi leyft kínverskum verkfræðingum að kanna flak þyrlunnar sem brotlenti í Pakistan þegar Osama bin Laden var drepinn.

Ónefndur embættismaður sagði í samtali við tímaritið The New York Times í gær að bandaríska leyniþjónustan hefði komist á snoðir um að líklegt væri að kínverskir verkfræðingar, í boði Pakistan leyniþjónustunnar, hefði tekið nákvæmar ljósmyndir af Black Hawk þyrlu bandaríkjahers. Þyrlan er búin tækni sem ætlað er að komast hjá ratsjá og því algjört hernaðarleyndarmál.

Jafnframt hefur tímaritið The Financial Times, þessar skýrslur undir höndum, en þeim hefur verið hafnað af pakistönskum og kínverskum yfirvöldum.

Að sögn bandaríska hersins reyndu þeir að  eyðileggja þyrluna eftir að hún brotlenti þegar Bin Laden var drepinn hinn 2. maí síðastliðinn.

Yfirvöld í  Pakistan hafa neitaði því sem stóð í skýrslunni, en þeir hafa benti á að pakistönsk yfirvöld hafi sent flakið aftur til Bandaríkjanna stuttu eftir að þyrlan brotlenti. 

Bandarísk yfirvöld hafa sagt að þeir hafi ekki endanlega sönnun þess að kínversku verkfræðingarnir hafi heimsótti bæinn Abbottabad, þar sem Bin Laden var drepinn.

Einn  opinber embættismaður sagði blaðinu að  kínversku verkfræðingunum hefði tekist að ljósmynda þyrluna í bak og fyrir og jafnvel ganga í burtu með sýnishorn af flakinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert