Meirihluti Hollendinga, eða 54%, vill að Grikklandi og öðrum jaðarríkjum á evrusvæðinu verði vísað út af svæðinu samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar á vegum fyrirtækisins Maurice De Hond sem birtar voru í gær. Þá sögðust 48% aðspurðra telja að ókostirnir við evruna væru fleiri en kostirnir.
Samkvæmt niðurstöðum annarrar skoðanakönnunar í Hollandi sem birt var um helgina vilja 48% Hollendinga segja skilið við evruna og taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil á ný. Könnunin var gerð fyrir hollenska dagblaðið AD.