Tannpína orsök árásar

Ísbjörninn var 250 kg sem réðst á bresku ferðamennina á …
Ísbjörninn var 250 kg sem réðst á bresku ferðamennina á Svalbarða. Reuters

Ísbjörninn sem réðst á breska ferðamenn á Svalbarða fyrr í mánuðinum þjáðist af tannpínu og réðst jafnvel á fólkið vegna þess, segir í tilkynningu frá náttúrufræðistofnun Noregs.

Breskur unglingur lést í árásinni en björninn réðst á tjaldbúðir þar sem þrettán manns voru þann 5. ágúst sl. Ísbjörninn var drepinn og hefur hann nú verið krufinn. Þar kom í ljós að ein tönn hans var afar illa skemmd svo hann hefur væntanlega verið mjög kvalinn. Segir dýralæknirinn sem rannsakaði hræið að slíkar kvalir breyti hegðunarmynstri bjarndýra og því geti orsök árásarinnar legið í tannpínu. 

Það hvað tönnin var skemmd bendi til þess að hann hafi verið gamall, veikur eða slasaður og því hafi hann neyðst til að éta jurtir í stað þess að lifa á selkjöti líkt og ísbirnir gera venjulega. 

Hungur og kvalir gera ísbirni árásargjarnari og óútreiknanlegri en þeir eru vanalega. 

Pilturinn sem lést hét Horatio Chapple og var 17 ára. Ísbjörninn særði fjóra aðra úr hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert