„Þetta er eins og Sovétríkin“

Richard Sulik, forseti þjóðþings Slóvakíu.
Richard Sulik, forseti þjóðþings Slóvakíu. Ljósmynd/Pavol Frešo

Björgunaraðgerðir Evrópusambandsins vegna evrunnar eru að breyta sambandinu í skuldabandalag að sögn Richard Sulik, forseta þjóðþings Slóvakíu. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.

Fram kemur að Sulik gjaldi mikinn varhug við þessari þróun en hann er menntaður hagfræðingur og leiðtogi Frjálslynda flokksins sem á aðild að ríkisstjórn landsins.

„Þetta er eins og Sovétríkin. En við gerðumst aldrei aðilar að slíku sambandi,“ hefur fréttavefurinn eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert