Viðbrögðin voru vísitölufall

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy á blaðamannafundi í Elysee-höll.
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy á blaðamannafundi í Elysee-höll. Reuters

Hluta­bréfa­verð í Banda­ríkj­un­um féll nokkuð eft­ir að frétt­ir bár­ust af fundi Þýska­landskansl­ara og Frakk­lands­for­seta í dag en eft­ir fund­inn voru ekki til­kynnt­ar bein­h­arðar aðgerðir til að bregðast við skulda­vanda evru­svæðis­ins.

Þau sögðust hins veg­ar ætla að tryggja raun­veru­lega efna­hags­stjórn og lögðu til að myndað yrði efna­hags­ráð evru­svæðis­ins, und­ir for­ystu for­seta ráðherr­aráðs ESB.

Efna­hags­ráð und­ir for­ystu for­seta ráðherr­aráðsins

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Nicolas Sar­kozy, for­seti Frakk­lands, sögðust eft­ir um tveggja klukku­stunda viðræður, ætla að leggja til að skatt­ur yrði lagður á fjár­mála­gern­inga í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­un­um. Einnig að myndað yrði efna­hags­ráð þar sem leiðtog­ar evru­ríkj­anna myndu hitt­ast tvisvar á ári und­ir for­sæti for­seta ráðherr­aráðs ESB. Með þessu yrði til sönn efna­hags­stjórn á evru-svæðinu. Sar­kozy sagði að framund­an væri meiri efna­hags­leg­ur samruni evru­svæðis­ins.

Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, sagði til­lögu Sar­kozy og Merkel um stofn­un efna­hags­ráðs evru­svæðanna vera mik­il­vægt fram­lag leiðtoga helstu efna­hags­velda ESB.

Ættu að samþykkja lög um jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um


Hvorki Merkel né Sar­kozy studdu hug­mynd­ir um evru­skulda­bréf en með út­gáfu þeirra myndu evru­rík­in í sam­ein­ingu bera ábyrgð á skuld­um hvert ann­ars. Þá sögðu þau að björg­un­ar­sjóður ESB, sem í eru 440 millj­arðar evra, væri nægi­lega gild­ur. Á hinn bóg­inn boðuðu þau að aðild­ar­ríki yrðu að upp­fylla strang­ari kröf­ur um heil­brigð rík­is­fjár­mál. Sar­kozy sagði að öll evru­rík­in ættu að samþykkja lög­gjöf um að jafn­vægi yrði á tekj­um og út­gjöld­um rík­is­ins, líkt og kveðið er á um í þýsku stjórn­ar­skránni. Þá yrði sam­eig­in­leg til­laga fjár­málaráðherra Þýska­lands og Frakk­lands um skatt á fjár­mála­gern­inga fljót­lega lögð fram í Brus­sel.

Mik­il eft­ir­vænt­ing ríkti á alþjóðleg­um fjár­magns­mörkuðum vegna fund­ar Merkel og Sar­kozy en frétt­ir af fund­un­um eru sagðar hafa orðið til þess að vísi­töl­ur lækkuðu í Banda­ríkj­un­um. Vest­an­hafs féll Dow Jo­nes um 0,67%, S&P um 1% og Nas­daq um 1,24%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert