Delors: ESB stendur á barmi hengiflugs

Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jacques Delors, segir í samtali við belgíska dagblaðið Le Soir í dag að sambandið standi nú á barmi hengiflugs og til þess að falla ekki fram af því verði ríki þess að framselja meira af fullveldi sínu til Brussel. AFP fréttaveitan greinir frá þessu í dag.

„Opnið augu ykkar, evran og ESB standa á brún hengiflugs,“ segir Delors í viðtalinu. Hann gefur ekkert fyrir nýlegar yfirlýsingar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, um samræmingu á stjórn efnahagsmála innan evrusvæðisins og segir að þær muni ekki róa markaðinn.

Delors sagði að evruríkin yrðu að deila ábyrgð á skuldum sínum upp að 60% af landsframleiðslu. Það væri eina leiðin til þess að koma á ró á mörkuðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert