Ætlaði að hefna bin Ladens með eitri

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. Reuters

Spænska lög­regl­an hef­ur í haldi mann, sem grunaður er um að hafa ætlað að eitra drykkjar­vatn í land­inu til að hefna fyr­ir drápið á Osama bin Laden. 

Maður­inn, hinn 36 ára gamli Abdellatif Aoulad Chiba, hafði viðað að sér ýms­um efnivið til þess ætluðu að eitra ætti fyr­ir fólki auk ým­iss fróðleiks á því sviði, en upp­lýs­ing­ar á þessu sviði má finna á svo­kölluðum „ji­hadist “vefsíðum.

Á spjall­rás­um slíkra vefsíðna hafði Chiba látið í ljós áætlan­ir um að ráðast að „trú­leys­ingj­um “með því að eitra drykkjar­vatn þeirra. Hann hafði hug á að láta til skar­ar skriða á vin­sæl­um ferðamanna­stöðum á Spáni og á tjaldsvæðum.

Á ann­arri spjallsíðu hafði hann svarið al-Qa­eda í Norður-Afr­íku holl­ustu­eið og lét í ljós fyr­ir­ætlan­ir um að hefna dauða bin Ladens og annarra hátt­settra al-Qa­eda liða.

Auk þessa hvatti hann skoðana­bræður sína til að drepa óvini sína; „ráðast að hús­um þeirra, eitra vatn þeirra, sprengja versl­an­ir þeirra og þá staði þar sem þeir koma sam­an“.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka