Segir fjármálamarkaði gera úlfalda úr mýflugu

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy.
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy. Reuters

For­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, Herm­an van Rompuy, sak­ar fjár­mála­markaði um að gera of mikið úr skulda­vanda evru­svæðis­ins og að hafa valdið mikl­um sveifl­um í fjár­mála­lífi heims­ins með því að leita í ör­ugg­ari gjald­miðla en evr­una.

„Markaðirn­ir hafa ekki alltaf rétt fyr­ir sér,“ sagði hann í viðtali við belg­ísku út­varps­stöðina RTBF og bætti við að evru­skulda­bréf, sem öll ríki evru­svæðis­ins væru ábyrg fyr­ir, yrðu ekki gef­in út fyrr en komið hefði verið á sam­ræm­ingu á fjár­mál­um ríkj­anna.

„Við þurf­um að senda frá okk­ur sömu skila­boðin. Það er óhjá­kvæmi­legt að um verði að ræða nokkr­ar radd­ir. En all­ir verða að flytja sömu skila­boðin,“ sagði van Rompuy. Þetta kem­ur fram á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert