Myrtu bæjarstjóra í smábæ

Hluti af vopnum sem gerð hafa verið upptæk hjá glæpahópum …
Hluti af vopnum sem gerð hafa verið upptæk hjá glæpahópum í Mexíkó. Reuters

Bæjarstjórinn í smábænum Zacualpan, sem er í miðhluta Mexíkó, fannst myrtur í dag, en honum hafði verið rænt í gær. Hann er fimmti bæjarstjórinn sem er myrtur í landinu á þessu ári og sá 19. frá árinu 2010.

Yfirvöld segja að glæpaflokkar myrði bæjarstjóra, sem ekki séu samstarfsfúsir.

Lík borgarstjórans, sem hét Jesus Eduviges Nava, fannst nakið og ummerki voru um pyntingar. 

Í Zacualpan búa um 14.000 íbúar. Bærinn er á miklu glæpasvæði þar sem eiturlyfjahringurinn La Familia ræður lögum og lofum.

Meira en 41.000 manns hafa látið lífið frá árinu 2006 vegna ofbeldisglæpa sem sagðir eru tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Mexíkó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert