Beit í eistu eiginmanns síns

Danskur lögreglubíll.
Danskur lögreglubíll. politiforbundet.dk

Dönsk kona er nú í haldi lögreglu í Óðinsvéum í Danmörku og á yfir höfði sér ákæru um alvarlegt ofbeldi, en hún beit í eistu eiginmanns síns í morgun.

Maðurinn liggur nú á sjúkrahúsi með alvarlega áverka. Á fréttavef Jyllands-Posten segir að maðurinn hafi sagt við lögreglu að konan hafi bitið hann svo fast að hluti húðarinnar á eistunum rifnaði af.

Að auki rispaði konan bringu mannsins með hníf.

Lögregla var kölluð að heimili fólksins í miðborg Óðinsvéa snemma í dag. Þá sagði konan, sem er 51 árs, að maðurinn hefði meitt sig sjálfur.

Lögregla ákvað engu að síður að yfirheyra manninn og eftir að hafa gengið á eftir honum um skeið féllst hann á að segja frá atburðarásinni.

Konan kemur fyrir rétt á morgun, en hún hefur áður verið dæmd fyrir ofbeldisverk.

Frétt Jyllands-Posten


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert