Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, lýsti því yfir í dag á síðasta degi heimsóknar sinnar til Kína að það kæmi aldrei til þess að Bandaríkin lentu í greiðsluþroti og myndu þar með ekki standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar.
Vaxandi spenna hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Kína vegna skuldastöðu bandaríska ríkisins og nýlegrar lækkunar matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfiseinkunn þess en Kínverjar eiga gríðarlega miklar eignir í dollurum og því mikilla hagsmuna að gæta.
Biden lagði áherslu á að þessar eignir væru öruggar og kínversk stjórnvöld þyrftu því ekki að hafa áhyggjur af þeim samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í dag.