Fréttaþulu hitnaði í hamsi

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.

Sjónvarpsfréttaþula ein á al-Libiyah-sjónvarpsstöðinni í Trípólí sendi uppreisnarmönnum og andstæðingum Gaddafis ofursta skýr skilaboð í beinni útsendingu í dag.

Þar veifaði hún skammbyssu þar sem hún sat í fréttasettinu og sagðist tilbúin til að deyja píslarvættisdauða í baráttunni. Myndband af yfirlýsingum hennar er birt með frétt um þetta á vef norska dagblaðsins VG. Þar segir konan þetta, þýtt úr norsku:

„Með þetta vopn í hendi skal ég annaðhvort drepa eða verða drepin í dag. Þið skuluð ekki fá að taka al-Libiyah-sjónvarpsstöðina. Þið skuluð ekki fá að taka Jamahiriyah-sjónvarpsstöðina, Shababiyah, Trípólí og alla Líbíu. Hér erum við vopnuð og erum tilbúin, líka þau sem ekki hafa vopn, að vera skildir til að verja starfsfélaga okkar á þessari stöð. Við erum tilbúin að deyja píslarvættisdauðdaga.“

Myndbandið getur að líta hér á vefnum vg.no.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert