Ríkisstjórn Gaddafis Líbíuforseta er við það að falla. Þetta staðhæfir talsmaður NATO, Oana Lungescu.
„Það sem við sjáum í kvöld er fall ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. „Því fyrr sem Gaddafi áttar sig á því að það er engin leið til þess að hann vinni þetta stríð, þeim mun betra fyrir alla. Ríkisstjórnin er greinilega að renna sitt skeið. Undanfarna daga hafa þrír háttsettir stjórnmálamenn yfirgefið stjórnina.
Við tökum ekki þátt í formlegum aðgerðum á jörðu niðri,“ bætir hún við. „En ef við sjáum skriðdreka eða önnur vopn búa sig til árásar, þá skjótum við.“