Vilja þrýsting á Ísraela

Egyptar mótmæla framferði Ísraela og hafa málað ísraelska fánann á …
Egyptar mótmæla framferði Ísraela og hafa málað ísraelska fánann á skósóla til að sýna vanþóknun sína. Reuters

Ar­ab­a­banda­lagið for­dæm­ir hernaðaraðgerðir Ísra­ela gagn­vart Palestínu­mönn­um á Gaza­svæðinu. Banda­lagið biðlar til alþjóðasam­fé­lags­ins um að beita Ísra­ela þrýst­ingi svo þeir láti af árás­un­um.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um, en þau héldu neyðar­fund í Kaíró í Egyptalandi í morg­un þar sem ástand mála var rætt.

„Við biðlum til Örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna um að axla ábyrgð sína og grípa til skjótra aðgerða til að hamla þess­um grimmi­legu árás­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Boðað var til neyðar­fund­ar­ins í morg­un eft­ir að fregn­ir bár­ust af því að 15 Palestínu­menn hefðu verið drepn­ir og 50 væru særðir eft­ir loft­árás­ir Ísra­ela, en þær hóf­ust eft­ir að átta Ísra­el­ar létu lífið í árás­um í suður­hluta lands­ins.

Ar­ab­a­banda­lagið for­dæm­ir einnig „árás­argirni Ísra­ela gagn­vart Egypt­um“, en þar er vísað til þess að ísra­elsk­ir her­menn skutu egypska lög­reglu­menn til bana við landa­mæri ríkj­anna tveggja.

Ar­ab­a­banda­lagið hef­ur lýst yfir stuðningi sín­um við Palestínu, sem hyggst sækja um aðild að Sam­einuðu þjóðunum í næsta mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert