Yfirfull sjúkrahús og ófremdarástand

Eftir því sem víglínan færist nær Trípólí, höfuðborg Líbíu, fjölgar særðum sem þurfa á læknisaðstoð að halda. Ríkisstjórn landsins segir ástandið Vesturlöndum að kenna.

Lík liggja á grasi fyrir framan sjúkrahúsið í borginni Zawiyah, sem er í um hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Trípólí.

Sjúkrahúsgögn eru af skornum skammti og sömuleiðis er allt of fátt starfsfólk til að taka á móti öllum þessum fjölda.

Ráðherra upplýsingamála, Moussa Ibrahim, segir ástandið vera á ábyrgð Vesturlanda. „Hver einasti dropi af líbísku blóði, sem hefur verið úthellt, er á ábyrgð Vesturlanda, einkum þeirra sem eru í NATO. Obama, Cameron og Sarkozy eru ábyrgir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert