Gert er ráð fyrir að þeir Mustafa Abdel Jalil og Mahmoud Jibril muni taka við stjórninni í Líbíu þegar stjórn Múammars Gaddafis fer frá völdum.
Þeir Jalil og Jibril eru leiðtogar þjóðarráðs uppreisnarmanna en þeir voru báðir áður í hópi samstarfsmanna Gaddafis.
Jalil var áður dómsmálaráðherra Líbíu en var síðan einn af stofnendum þjóðarráðs uppreisnarmanna. Jibril var yfirmaður efnahagsráðs Líbíu á árunum 2007 til 2011 en gekk síðan til liðs við uppreisnarmenn.