AFP-fréttastofan sagði í kvöld að Saif al-Islam, sonur Muammars Gaddafis, væri ekki í höndum uppreisnarmanna, en fyrr í dag var fullyrt að þeir hefðu handtekið hann. Nokkrir erlendir blaðamenn segjast hafa séð hann í kvöld í höfuðstöðvum Gaddafi.
Gaddafi á mörg börn en almennt hefur verið talið að hann hafi ætlað Saif al-Islam að taka við leiðtogasætinu. Gaddafi hefur verið leiðtogi Líbíu í 42 ár. Flest bendir til að valdatíma hans sé lokið, en stuðningsmenn hans berjast þó enn við uppreisnarmenn í Trípólí.
Glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að lögsækja Saif al-Islam fyrir stríðsglæpi og Luis Moreno-Ocampo saksóknari dómstólsins sagði fyrr í dag að Saif hefði verið handtekinn.