Talið að Gaddafi sé í Líbíu

Reuters

Banda­rísk stjórn­völd segja, að eng­ar vís­bend­ing­ar séu um að Muamm­ar Gaddafi, ein­ræðis­herra Líb­íu, hafi yf­ir­gefið landið eft­ir að upp­reisn­ar­menn náðu stærst­um hluta af höfuðborg­inni á sitt vald í gær.

„Þetta eru bestu upp­lýs­ing­arn­ar sem við höf­um,“ sagði Josh Ear­nest, talsmaður Hvíta húss­ins, við frétta­menn á eyj­unni Mart­ha's Viny­ard þar sem Barack Obama for­seti er í sum­ar­leyfi. „Það bend­ir ekk­ert til þess að (Gaddafi) sé far­inn.“

Boðað er að Obama muni inn­an skamms gefa yf­ir­lýs­ingu um stöðu mála í Líb­íu. 

Að sögn bresku sjón­varps­stöðvar­inn­ar Sky  hef­ur Angóla boðist til að veita Gaddafi póli­tískt hæli.

Al-Jazeera-sjón­varps­stöðin sagði nú síðdeg­is að tvö lík hefðu fund­ist í Trípólí og annað þeirra kynni að vera af Kham­is, ein­um sona Gaddafis. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert