Vísbendingar um kynferðisleg samskipti

Dominique Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo.
Dominique Strauss-Kahn og Nafissatou Diallo. Reuters

Saksóknarar í New York sögðu í kvöld, að rannsókn hefði leitt í ljós að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og herbergisþernan Nafissatou Diallo hefðu haft kynferðisleg samskipti, líklega án hennar samþykkis.

Hins vegar hafi ósannindi, sem Diallo varð uppvís að, gert það að verkum að ekki var hægt að halda málinu gegn Strauss-Kahn áfram.

Saksóknaraskrifstofan á Manhattan sagði í kvöld, að DNA-rannsóknir hefðu leitt í ljós að blettir á efri hluta einkennisbúnings Diallo voru sæðisblettir með erfðaefni Strauss-Kahns. 

Sagði embættið, að vísbendingarnar hefðu ekki verið afgerandi en samræmst því að átt hefðu sér stað samskipti án samþykkis beggja. Hins vegar hafi málið gegn Strauss-Kahn fallið um sjálft sig vegna þess að þernan hafi ítrekað orðið uppvís að ósannindum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert