Hafa náð höfuðstöðvum Gaddafis

Dökkan reyk leggur frá höfuðstöðvum Gaddafis í Tripoli.
Dökkan reyk leggur frá höfuðstöðvum Gaddafis í Tripoli. Reuters

Uppreisnarmenn hafa komist inn í hús Múammars Gaddafis á víggirtu svæði í Tripoli, að sögn fréttamanns AFP, sem fylgist með atburðum í Líbíu.

Hörð átök milli herflokka Gaddafis og uppreisnarmanna hafa verið við Bab al-Aziziya-svæðið í Trípolí þar sem höfuðstöðvar Gaddafis eru.  Ekki er vitað hvar Gaddafi er niður kominn.

„Uppreisnarmenn komist gegnum ytri steinsteypuveggina og fóru inn. Þeir hafa náð Bab al-Azizya á sitt vald. Þetta er búið. Þetta er ótrúleg sjón," sagði fréttaritari AFP. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert