Málið gegn Strauss-Kahn fellt niður

Dómari í New York felldi í dag niður ákæru gegn Dominique Strauss-Kahn, fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Michael Obus, dómari, sagðist ekki sjá neina ástæðu til að hafna ósk saksóknaraembættis New York um að fella málið niður.

Fyrr í dag hafnaði dómarinn kröfu lögmanna herbergisþernunnar, sem kærði Strauss-Kahn fyrir kynferðisbrot, um að skipaður yrði sérstakur saksóknari í málinu. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað og úrskurður dómara um að vísa málinu frá í heild tekur ekki gildi fyrr en niðurstaða hefur fengist í því máli. 

Strauss-Kahn sagðist vilja þakka fyrir þann stuðning, sem hann hefði fengið meðan á þessu hafi staðið. Sagði hann að tíminn frá því hann var handtekinn fyrir þremur mánuðum hefði verið líkastur martröð. Sagðist hann ekki geta beðið þess að komast aftur til Frakklands. 

Strauss-Kahn kemur til dómhússins í dag ásamt Anne Sinclair, konu …
Strauss-Kahn kemur til dómhússins í dag ásamt Anne Sinclair, konu sinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert