Um 40.000 bankamenn hafa fengið uppsagnarbréf í Evrópu undanfarin mánuð. Nú síðast sagði svissneski bankinn UBS upp 3.500 manns, einkum í fjárfestingardeildinni, að því er fréttavefur Bloomberg greinir frá.
Rifjar Bloomberg upp að risabankinn HSBC tilkynnti 1. ágúst sl. að 30.000 starfsmönnum yrði sagt upp, að Barclays bankinn hefði sagt upp 3.000 í mánuðinum, Royal Bank of Scotland 2.000 starfsmönnum og Credit Suisse Group AG 2.000 starfsmönnum.
Segir Bloomberg að evrópskir bankar hafi sagt upp sexfalt fleira fólki en bandarískir bankar á árinu, meðal annars vegna áhyggna af skuldastöðunni á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi.