Fé lagt til höfuðs Gaddafi

00:00
00:00

Kaup­sýslu­menn í Líb­íu hafa boðist til að greiða þeim, sem hand­sam­ar Múamm­ar Gaddafi, 2 millj­ón­ir dín­ara, jafn­v­irði 200 millj­óna króna.

Mu­stafa Abdel Jalil, for­seti þjóðarráðs upp­reisn­ar­manna, sagði á blaðamanna­fundi í dag að ráðið styddi þetta fram­tak kaup­sýslu­mann­anna. Sagðist Jalil, að ef nán­ir sam­starfs­menn Gaddaifs dræpu hann eða hand­sömuðu myndu þeir hinir sömu fá sak­ar­upp­gjöf. 

„Valda­tíma Gaddafis lýk­ur ekki fyrr en hann kemst í okk­ar hend­ur, dauður eða lif­andi," sagði Jalil. 

Hann staðfesti frétt­ir frá Tripoli um að vopnaðir menn, sem styðja Gaddafi, væru enn inni á Bab al-Aziziya svæðinu, höfuðstöðvum Gaddafis sem upp­reisn­ar­menn náðu á sitt vald í gær. 

„Á meðan Gaddafi geng­ur laus munu stuðnings­menn hans halda áfram að skjóta," sagði hann. 

Jalil hvatti einnig íbúa í Sirte, heima­borg Gaddafis, og í Bin Walid, að ganga til liðs við upp­reisn­ar­menn. 

Gaddafi lagði sjálf­ur fé til höfuðs Jalil í mars. Jalil var áður dóms­málaráðherra í rík­is­stjórn Líb­íu en gekk til liðs við upp­reisn­ar­menn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert