Fé lagt til höfuðs Gaddafi

Kaupsýslumenn í Líbíu hafa boðist til að greiða þeim, sem handsamar Múammar Gaddafi, 2 milljónir dínara, jafnvirði 200 milljóna króna.

Mustafa Abdel Jalil, forseti þjóðarráðs uppreisnarmanna, sagði á blaðamannafundi í dag að ráðið styddi þetta framtak kaupsýslumannanna. Sagðist Jalil, að ef nánir samstarfsmenn Gaddaifs dræpu hann eða handsömuðu myndu þeir hinir sömu fá sakaruppgjöf. 

„Valdatíma Gaddafis lýkur ekki fyrr en hann kemst í okkar hendur, dauður eða lifandi," sagði Jalil. 

Hann staðfesti fréttir frá Tripoli um að vopnaðir menn, sem styðja Gaddafi, væru enn inni á Bab al-Aziziya svæðinu, höfuðstöðvum Gaddafis sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald í gær. 

„Á meðan Gaddafi gengur laus munu stuðningsmenn hans halda áfram að skjóta," sagði hann. 

Jalil hvatti einnig íbúa í Sirte, heimaborg Gaddafis, og í Bin Walid, að ganga til liðs við uppreisnarmenn. 

Gaddafi lagði sjálfur fé til höfuðs Jalil í mars. Jalil var áður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Líbíu en gekk til liðs við uppreisnarmenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert