Kona pyntuð til dauða

Kona mótmælir ríkisstjórn Sýrlands þann 8. ágúst síðastliðinn.
Kona mótmælir ríkisstjórn Sýrlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Reuters

Mannréttindasamtök segja, að sýrlensk kona hafi látist í morgun af völdum pyntinga. Meira en 150 manns hafa verið handteknir á síðasta sólarhring í úthverfi Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökum.

28 ára gömul kona sem var handtekin í síðustu viku, dó í dag af völdum pyntinga í borginni Khan Shehoun. 

Fjöldamótmæli hafa verið á iðnaðarsvæði um 10 kílómetra norðaustur af Damaskus frá því í mars síðastliðnum.

Bandaríkin og Evrópa hafa þrýst á, að Sameinuðu þjóðirnar beiti Sýrlendinga og Bashar al-Assad refsiaðgerðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert