Sænskir jafnaðarmenn vilja ekki evru

Tommy Waidelich.
Tommy Waidelich.

Talsmaður sænska Jafnaðarmannaflokksins í efnahagsmálum segir í viðtali í dag, að hann útiloki að Svíar taki þátt í evrusamstarfinu á meðan hann lifir.

Tommy Waidelich lætur þessi ummæli falla í viðtali við vefinn europaportalen.se. Segir vefurinn, að Waidelich hafi frá árinu 2003 stutt að Svíar taki upp evru en hafi nú snúið við blaðinu.

Waidelich segir einnig, að Evrópuríki verði að taka höndum saman um að þvinga banka til að axla ábyrgð á þeirri skuldakreppu, sem nú er víða í Evrópusambandinu. Þá hvetur hann einnig til þess, að gefin verði út sérstök Evrópuskuldabréf.

Waidelich situr á sænska þinginu en hann sat um tíma á Evrópuþinginu.  Håkan Juholt, nýr leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, skipaði hann talsmann flokksins í efnahagsmálum nú í mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert