Sprengjum varpað á Trípólí

00:00
00:00

Tvær sprengj­ur sprungu í Trípólí, höfuðborg Líb­íu snemma í morg­un er  herþotur Atlants­hafs­banda­lags­ins flugu yfir borg­ina og er talið að banda­lagið hafi gert árás úr lofti á borg­ina. 

Bar­dag­ar geisuðu víða í borg­inni í nótt en stuðnings­menn Múamm­ars Gaddafis hafa ekki enn gef­ist upp þrátt fyr­ir að upp­reisn­ar­menn hafi náð höfuðstöðvum hans í Trípólí á sitt vald í gær.

Leiðtogi upp­reisn­ar­manna seg­ir að stuðnings­menn Gaddafi geri árás­ir úr leyni en þeir fela sig meðal ann­ars við þjóðveg­inn sem ligg­ur að flug­velli borg­ar­inn­ar.

For­seti Frakk­lands, Nicolas Sar­kozy, seg­ir að hann og Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hafi sam­mælst um að halda hernaði gegn Gaddafi áfram eða allt þar til hann legg­ur niður vopn. 

Sjón­varps­stöð, sem er í eigu Saifs al-Islam, son­ar Gaddafis, sagði í gær­kvöldi að Gaddafi hefði flutt ávarp í út­varps­stöð. Sjón­varps­stöðin vitnaði síðan í nokk­ur um­mæli, sem Gaddafi er sagður hafa látið falla en óljóst er hvort ræðan var flutt. 

Þannig hafði sjón­varps­stöðin eft­ir Gaddafi að hann hefði farið út á göt­ur Tripoli án þess að mikið bæri á og ekki talið að borg­in væri í hættu. All­ir Líb­íu­bú­ar yrðu að fara til borg­ar­inn­ar og leita svik­ar­ana uppi og hreinsa höfuðborg­ina af „rott­um".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert