Annar jarðskjálfti, nú 4,5 stig, varð í Virginíu í Bandaríkjunum í morgun. Fannst skjálftinn í Virginíu, Washington og Maryland. Ekki er vitað til þess, að skjálftinn hafi valdið tjóni.
Upptök skjálftans voru skammt frá Mineral í Virginíu, á svipuðum slóðum og skjálftinn á þriðjudag átti upptök sín.
Byggingar á austurströnd Bandaríkjanna eru ekki byggðar samkvæmt jarðskjálftastöðlum og segja sérfræðingar, að því sé hætta á að mannvirki, sem skemmdust í stóra skjálftanum á þriðjudag hrynji þegar minni eftirskjálftar verða.