Yrði paradís hægrimanna

Sýn listamanns á hvernig nýtt samfélag gæti litið út.
Sýn listamanns á hvernig nýtt samfélag gæti litið út. Mynd/Seasteading.org

Auðkýf­ing­ur­inn Peter Thiel, stofn­andi PayPal, hef­ur lagt fé í verk­efni sem fel­ur í sér þróun og upp­bygg­ingu nýrra þjóðríkja á fljót­andi prömm­um. Eru þjóðrík­in nýju sögð mundu kunna að reyn­ast para­dís hægrimanna enda væri þar eng­in vel­ferð og eng­in lág­marks­laun.

Það er stofn­un­in Se­astand­ing Institu­te sem fer fyr­ir verk­efn­inu en formaður henn­ar er Patri Friedm­an, barna­barn Milt­ons Friedm­an, nó­bels­verðlauna­hafa í hag­fræði.

Er jafn­vel horft til þess að fram­kvæmd­ir gætu haf­ist und­an strönd­um San Francisco þegar á næsta ári.

Hef­ur Thiel lagt sem svar­ar um 143 millj­ón­um króna í verk­efnið og hafa aðstand­end­ur þess því tals­vert starfs­fé í fartesk­inu.

Áhuga­sam­ir geta nálg­ast vefsíðu stofn­un­ar­inn­ar hér.

Minna þess­ar hug­mynd­ir óneit­an­lega á draum­sýn hug­vits­manns­ins Jacque Fresco en laus­lega er fjallað um hana í þessu mynd­skeiði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert