Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað að höfða mál gegn tíu ESB-löndum vegna þess að þau hafa ekki lagað löggjöf sína að reglu ESB um frjálsa för fólks.
Löndin eru Austurríki, Bretland, Kýpur, Litháen, Malta, Pólland, Spánn, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland. Staðan í Belgíu er til athugunar en hin ESB-löndin 16 virða regluna, að sögn Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórninni.