Fjórir flokkar í fallhættu

Frá sænska þinginu. Úr myndasafni.
Frá sænska þinginu. Úr myndasafni.

Fjórir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á sænska ríkisþinginu myndu tapa öllum þingmönnum sínum ef kosið yrði í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Svíþjóð sem birtar voru í dag. Í Svíþjóð er í gildi sú regla að til þess að ná manni inn á þing þarf að ná að minnsta kosti 4% fylgi.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var af fyrirtækinu Synovate, myndu Svíþjóðardemókratarnir, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Kristilegi demókrataflokkurinn allir falla fyrir neðan 4% þröskuldinn og þar með þurrkast út af þingi.

Mesta fylgistapið er hjá Svíþjóðardemókrötunum á milli kannana samkvæmt fréttavefnum Thelocal.se en þeir fara úr 4,8% niður í 2,9% sem þýðir 40% minna fylgi. Er það tengt hryðjuverkaárásunum í Noregi fyrr í sumar en stefna flokksins í innflytjendamálum þykir byggja á útlendingaandúð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert