Handteknir fyrir vændi og mansal

Frá Stokkhólmi. Úr myndasafni.
Frá Stokkhólmi. Úr myndasafni.

Lögreglan í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, hefur haft uppi á stórum hópi vændiskaupenda í kjölfar þess að sex karlmenn voru handteknir grunaðir um að hafa flutt að minnsta kosti 20 konur frá Litháen til Svíþjóðar, haldið þeim föngnum og gert út sem vændiskonur.

Karlmennirnir eru nú í yfirheyrslum hjá lögreglu að sögn Petru Sjölander, talsmanns lögreglunnar, og til stendur auk þess að yfirheyra þá sem grunaðir eru um að hafa keypt sér vændi í tengslum við málið.

Hinir handteknu eru allir af litháískum uppruna samkvæmt fréttavefnum Thelocal.se og á aldrinum 20-55 ára. Þeir voru teknir höndum á miðvikudaginn í nokkrum húsleitum lögreglu í Stokkhólmi og nágrenni vegna málsins.

Nokkur aðdragandi er að málinu en lögregla hafði fylgst með mönnunum um nokkurt skeið áður en látið var til skarar skríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert