Mengaðar verkjatöflur

Breska lyfjafyrirtækið sem framleiðir Nurofen Plus-verkjalyf innkallaði lyfið í dag vegna þess að grunur leikur á að verkjatöflurnar hafi verið mengaðar vísvitandi með geðlyfi.

Fyrirtækið Reckitt Benckiser segir að vitað sé um fimm tilfelli þar sem lyf frá öðrum lyfjaframleiðanda hafi fundist í pökkum sem innihalda Nurofen Plus. Segist fyrirtækið vinna með lögreglu að því að upplýsa hver eða hverjir beri ábyrgð á þessu.

Dreifingu á lyfinu var hætt eftir að í ljós kom að nokkrar töflur innihéldu lyf sem oft er notað til að meðhöndla geðklofa og aðra geðsjúkdóma.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert