Sósíalistaflokkurinn á Spáni, flokkur José Luis Rodriguez Zapatero, fráfarandi forsætisráðherra og Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hafa komið sér saman um áætlun sem miðar að því að frá og með árinu 2020 verði bundið í lög hver fjárlagahallinn megi vera.
Ríkissjóður Spánar er sem kunnugt er mjög skuldugur og er áætluninni ætlað að ganga á skuldafjallið.
Er miðað við að hallinn verði ekki umfram 0,4% af fjárlögum hvers árs.
Hyggjast flokkarnir tveir binda breytingarnar í stjórnarskrána áður en þingið lýkur störfum 27. september nk. en þeir hafa nú um 90% þingsæta, að sögn breska dagblaðsins Guardian.
Spánverjar ganga til þingkosninga í haust.