Ætlaði að ráðast á Önnu Lindh

Mijailos Mijailovic.
Mijailos Mijailovic.

Mijai­lo Mijai­lovic, sem myrti Önnu Lindh, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Svía fyr­ir átta árum, seg­ist í viðtali við sænska blaðið Expressen í dag hafa ætlað sér að ráðast á Lindh. Þetta stang­ast á við það sem hann sagði í rétt­ar­höld­un­um yfir hon­um.

„Ég stóð kyrr um stund og bjó mig und­ir það sem ég þurfti að gera. Síðan gekk ég á eft­ir þeim inn í NK og byrjaði að leita," seg­ir Mijai­lovic í viðtal­inu um það augna­blik þegar hann sá Önnu Lindh og Evu Franchell, blaðafull­trúa henn­ar, ganga inn í versl­un­ina NK í miðborg Stokk­hólms.

Hann seg­ist síðan hafa leitað að Lindh inni í NK og þegar hann sá hana réðist hann á hana með hníf að vopni. Lindh var flutt á sjúkra­hús þar sem hún lést morg­un­inn eft­ir, 11. sept­em­ber 2003.

Í rétt­ar­höld­un­um sagðist Mijai­lovic hins veg­ar hafa séð ut­an­rík­is­ráðherr­ann fyrst inni í versl­un­ar­hús­inu, utan við versl­un Fil­ippu K, og að radd­ir í höfði hans hafi skipað hon­um að ráðast á hana. Hvorki lög­regla né dóm­ar­ar lögðu trúnað á þenn­an framb­urð og Mijai­lovic var dæmd­ur í ævi­langt fang­elsi.

Mijai­lovic er 32 ára, fædd­ur í Svíþjóð en for­eldr­ar hans voru serbnesk­ir inn­flytj­end­ur. Hann seg­ir í viðtal­inu, að hann hafi ekki ráðist á Lindh vegna þess að hún studdi loft­árás­ir NATO á Serbíu. Það hafi í raun verið til­vilj­un að hann réðist á Lindh en ekki ein­hvern ann­an þekkt­an sænsk­an stjórn­mála­mann. Hann seg­ist hafa hatað bæði sænska og serbneska stjórn­mála­menn og talið að þeir hafi brugðist sér.

„Ég hugsaði: Nú sá ég stjórn­mála­mann. Þeir skulu - þeir skulu fá að kenna á því nú. Ég var á at­vinnu­leys­is­bót­um og fékk sjúkra­dag­pen­inga, var án mennt­un­ar og framtíðar. Ég var maður sem ekki var í starfi, átti ekki bíl eða vini, átti ekki mögu­leika," sagði hann.

„Ég taldi, að stjórn­mála­menn væru rót alls ills, að þeir tækju ákv­arðanir um líf manns og að maður yrði að dansa eft­ir þeirra höfði." 

Mijai­lovic seg­ist ekki vilja beina nein­um orðum til barna Önnu Lindh, seg­ir að það væri ósmekk­legt og að ekki sé hægt að fyr­ir­gefa allt. Hann seg­ist held­ur ekki ætla að óska eft­ir reynslu­lausn held­ur sé und­ir það bú­inn að eyða æv­inni í fang­elsi.

Viðtalið í Expressen

Anna Lindh.
Anna Lindh.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka