Næringarfræðingar hafa löngum haldið því fram að með því að draga úr áti sem nemur 500 kaloríum á dag geti fólk búist við því að léttast um eitt pund eða hartnær hálft kíló á viku. Þetta er ekki alls kostar rétt, að mati ritstjóra breska dagblaðsins Independent í heilbrigðismálum.
Það er Jeremy Laurance, ritstjóri blaðsins í þessum málaflokki, sem gerir þetta að umtalsefni í dag. Bendir Laurance þar á að 250 kaloríur samsvari um það bil einu súkkulaðistykki.
Kálið sé hins vegar ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Þannig breytist efnaskiptin í líkamanum þegar aukakílóunum fækkar. Það þýðir aftur að kaloríuskerðingin hefur minni áhrif þegar kílóunum fækkar. Það er sem sagt ekki línulegt samband á milli færri kaloría, eða hitaeininga, og þess að léttast sem megrúnarkúrnum nemur.
Laurance ræðir við Kevin Hill, sérfræðing í bandaríska heilbrigðiskerfinu, sem heldur því fram að með því sleppa súkkulaðistykkinu geti fólk búist við því að léttast um 25 pund á þremur árum eða um 11,4 kíló, en ekki 79 pund, eða um 36 kíló, líkt og áður hafi verið haldið fram
Framsetning á skilvirkni megrunarkúra byggi því á fölskum forsendum.