29 létust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Bagdad í Írak. Fjöldi manns var inni í moskunni við bænir þegar sprengjan sprakk.
Atburðurinn átti sér stað í Um al-Qura-moskunni, sem er stærsta moska súnní-múslíma í Bagdad. Meðal þeirra sem féllu í árásinni er þingmaðurinn Khalid al-Fahdawi.
Sambærileg árás í mosku fyrir fimm árum vakti gríðarlega hörð viðbrögð í Írak. Í kjölfarið varð hrina ofbeldisverka í landinu.