Skar þrjár dætur sínar á háls

Uppreisnarmenn fagna áfangasigri í Líbíu.
Uppreisnarmenn fagna áfangasigri í Líbíu. Reuters

Líbíumaður skar dætur sínar þrjár á háls eftir að þeim var nauðgað af hersveitum einræðisherrans Muammar Gaddafi. Stúlkurnar voru á aldrinum 15, 17 og 18 ára.

Það eru mannréttindasamtökin Physicians for Human Rights sem uppgötvuðu morðin, svokölluð heiðursmorð, við eftirgrennslan.

Munu vígamenn Gaddafis hafa ráðist á stúlkurnar og misþyrmt þeim kynferðislega í nágrenni borgarinnar Misrata.

Þegar þær sneru aftur til síns heima brást faðirinn við tíðindunum með fyrrgreindum hætti.

Hafa samtökin jafnframt uppgötvað að ódæðismenn á bandi Gaddafis beittu óbreyttum borgurum fyrir sig sem mannlegum skjöldum, auk þess að koma börnum fyrir þar sem búist var við að Atlantshafsbandalagið, NATO, myndi gera loftárásir.

Þá hafi nauðgunum verið beitt sem vopni í hernaðinum gegn uppreisnarmönnum, oft með þeim afleiðingum sem hér eru raktar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert