Skotið á sýrlenska mótmælendur

Mótmæli í Sýrlandi.
Mótmæli í Sýrlandi. Reuters

Sýrlenskar öryggissveitir skutu á hóp mótmælenda í morgun með þeim afleiðingum á sjö létust. Í dag hefst Eid al-Fitr hátíðin, sem haldin er í lok Ramadan, föstumánaðar múslíma.

Fjórir voru skotnir til bana í bænum Al-Harra, tveir í bænum Inkhil og einn í borginni Homs.

Mannréttindasamtök telja að níu hafi særst í skothríðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert